Hver er Bolur Bolsson?

Skemmtilegt að fylgjast með netheimum í dag sem loga af samsæriskenningum í kjölfar þess að Bolur Bolsson sé orðinn langvinsælasti bloggarinn á Moggablogginu.

En hver er Bolur Bolsson? Er hann Stefán Pálsson eins og einhverjir halda fram eða jafnvel Jón Gerald?

Fylgist með afhjúpuninni eftir hádegi í dag.

kv,

Konungur Moggabloggsins


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Bolur Bolsson

test

Bolur Bolsson, 14.8.2007 kl. 17:50

2 identicon

Bolur, ÉG KREFST ÞESS AÐ FÁ AÐ VITA HVER ÞÚ SÉRT?????? þú ert samt helv,,,, skemmtilegur

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Bolur Bolsson

Eins og þokkalega vel gefið fólk ætti að geta sagt sér þá er Bolur Bolsson ekkert annað en lítið rannsóknarefni sem gekk fullkomlega upp. Efast um að það sé til svona mikið fífl í alvörunni.

Sögu Bols og allt um tilraunina má lesa hér.

Bolur Bolsson þakkar fyrir sig. Hann getur ekki skrifað lengur hérna þökk sé mbl.is sem hefur skrúfað fyrir hann. Það stóð heldur aldrei til að skrifa meira.

Bolur Bolsson, 14.8.2007 kl. 18:07

4 Smámynd: Bolur Bolsson

Gekk ekki að setja svona link.

Slóðin er www.blogg.visir.is/henry

Bolur Bolsson, 14.8.2007 kl. 18:08

5 Smámynd: Bolur Bolsson

Skil vel að þú hafir tengt Stefán við þennan mann.

Bolur Bolsson, 14.8.2007 kl. 18:09

6 identicon

Jæja kútur, ég hafði nú samt gaman af þér, og ég held ég hafi sagt þig vera snobbara og þú greinilega varst það en "no hard fíling" af minni hendi. Blogg er alltaf blogg í hvaða mynd sem það er, hvort sem það er fréttatengt eða ekki. Take care, á nú samt eftir að sakna rembunnar þinnar

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 18:23

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Æ, svo eru bloggvinirnir horfnir af síðunni!! Argggg! Hefði viljað sjá hvaða fífl gerðust bloggvinir þínir ...

Guðríður Haraldsdóttir, 14.8.2007 kl. 20:14

8 Smámynd: Bjarni Thor Kristinsson

...spennandi rannsóknarefni. Áhugaverðasta niðurstaðan er samt sú að Bolur Bolsson hefði bara geta orðið frægur á mbl.is. Kannski er bakhjarl hans á vitlausum vinnustað?

Gaman samt að hlæja að vitleysunni í Boli. 

Bjarni Thor Kristinsson, 14.8.2007 kl. 20:44

9 identicon

You're still an idiot!

G.R. (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 10:41

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er bara afar athyglisvert. Og í sambandi við "skærahernað" mbl.is þar sem þeir virðast klippa á tengingar hjá fólki bara svona random, eða eftir því hvernig blæs í bólið hjá þeim þá stundina, þá hef ég sett fram spurningalista á síðunni minni þar sem ég kref þá svara. Þeir álíta okkur sennilega ekki svaraverð, því hjá þeim ríkir nú þögnin þunn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.8.2007 kl. 14:42

11 Smámynd: Hilmar

Ég verð að segja eins og er, að Bolur er einn af mínum uppáhalds. Málefnalegur, fyndinn og einstaklega fundvís á nýja og skemmtilega vinkla. Vonandi að kappinn sjái sér fært að halda áfram skrifum á moggablogginu, jafnvel þó öfundarmenn hans hafi komið því svo fyrir að hann var tekinn útaf lista sem vinsælasti bloggarinn. Bloggari sem slær Stebbafr kaldann í fréttatilkynningum er sko engin smá.

Ég verð nú að segja eins og er, að taka hann útaf lista var fullgróft, nóg hefði verið fyrir stjórnendur að kalla til fulltrúa hans, og harma tilvist hans.

Bolur, viltu verða bloggvinur minn?

Hilmar, 15.8.2007 kl. 19:09

12 Smámynd: Lýður Pálsson

En hver er þá Stella Blómkvist?

Lýður Pálsson, 15.8.2007 kl. 22:45

13 identicon

Hvernig losum við okkur við blogg-plágur eins og BolBolson?

sjá hér

Fabrizio Kjartanelli (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bolur Bolsson
Bolur Bolsson
Enn einn bolurinn á Moggablogginu sem hefur nákvæmlega ekkert fram að færa en þykist samt hafa skoðun á öllu.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband